BLÁI TREFILLINN - Málþing um hlutverk stuðningsfélaga og áhrif batamenningar
fim., 09. nóv.
|Krabbameinsfélagið
Hvert er hlutverk sjúklingafélaga fyrir karla með blöðruhálskirtilskrabbamein og hver eru áhrif batamenningar á endurheimt lífsgæða eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálsi?
Tími og staðsetning
09. nóv. 2023, 14:00 – GMT – 16:30
Krabbameinsfélagið, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík, Iceland
Nánari upplýsingar
MÁLÞING BLÁA TREFILSINS 9. NÓVEMBER 2023 - haldið í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð
Hvert er hlutverk stuðningsfélaga fyrir karla með blöðruhálskirtilskrabbamein og áhrif batasamfélaga á endurheimt lífsgæða þeirra eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálsi? Málþingið verður fimmtudaginn 9. nóvember kl. 14:00-16:30 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í Reykjavík. Hinrik Greipsson stjórnar málþinginu.
- Setning: Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður hjá Krabbameinsfélaginu Framför (5mín)
- The real burden of prostate cancer - Upptaka: Andre Deschamps fyrrum formaður EUOMO, evrópusamtaka félaga karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. (20mín)
- Sjúklingafélög sem batasamfélög - Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður hjá Framför (20mín)
- Þverfagleg endurhæfing – efling lífsgæða - Erna Magnúsdóttir framkvæmdastýra Ljóssins (20mín)
- Sálfélagslegur stuðningur við krabbameinsgreinda og aðstandendur: Þorri Snæbjörnsson teymisstjóri hjá Krabbameinsfélaginu (20mín)
- Reynsla af stuðningi stuðningsfélags - Henry Granz (10mín)
- Umræða og fyrirspurnir (10mín)
- Málþingsslit: Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu Framför (5mín)
Gert er ráð fyrir kaffi um mitt málþing.