Vertu styrktarvinur og bættu lífsgæði
Hjálpaðu okkur að bæta lífsgæðin hjá ástvini, syni, afa, bróður, frænda eða vini sem er að berjast við krabbamein í blöðruhálskirtli og sýndu með því að hann gangi aldrei einn í þessu.
Framlag styrktarvina rennur til Krabbameinsfélagsins Framfarar, félags karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda www.framfor.is sem eingöngu er rekið með sjálfsaflafé og framlögum styrktaraðila. Þitt framlag leggur grunn að því að að skapa þínum manni og aðstandendum stuðning og þjónustu sem þarf til að lifa betur með krabbameini í blöðruhálskirtli.
Allir sem gerast styrktarvinir fá senda næluna Blái trefillinn.
Einstaklingur sem leggur af mörkum 2000 króna styrk til Krabbameinsfélagsins Framfarar á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð upp á 758 krónur og greiðir þannig í raun ekki nema um kr. 1.242,- á mánuði (sjá nánar upplýsinga um skattaafslátt).